Steiner Ranger
Steiner Ranger

STEINER RANGER XTREME 10X42

Framleiðandi
Steiner
Venjulegt verð
116.900 kr
Vara væntanleg
Afsláttarverð
116.900 kr

Ranger Xtreme-vörulínan var hönnuð fyrir kröfuharða veiðimenn sem reikna með að sjónaukinn leggi sig jafn mikið fram við veiðarnar og þeir sjálfir. Oft næst besti árangurinn í ljósaskiptunum; þegar bráðin stendur á beit og er hálffalin í árdagssólinni eða vaxandi kvöldhúminu. Birtuhönnun Ranger Xtreme-sjónaukans lýsir upp skuggann sem hún felur sig í og gefur veiðimanninum skýra sýn á bráðina í litlu ljósi. Í skýru ljósi sér hann dýpra inn í dimma skóga og kemur auga á spor og bráð sem fer fram hjá öðrum veiðimönnum.

Ranger Xtreme 10x42 er með tífaldri stækkun til að greina punkta eða massa og sjá bráð á löngu færi. Ljóshönnun og léttleiki gera hann einstakan í sinni röð.

Notagildi og afkastageta er ávallt efst í huga

Þessi vara er með 10 ára ábyrgð

Steiner-háskerpusjóngler
Steiner-háskerpusjóngler gefur bjarta og skæra sýn, nákvæma liti, skýra mynd með skörpum útlínum fyrir frábæra sýn allt niður í 2 m.

Steiner Fast-Close-Focus
Með því að snúa miðlægum, viðnámslausum stillihring fyrir fókus næst hratt skýr sýn, allt frá mikilli nálægð og svo langt sem augað eygir; mjög auðvelt í notkun.

XL-sjónsvið
Einstaklega vítt sjónsvið tryggir yfirsýn til leitar og athugana.

Fast-Close-Focus
Það er hægðarleikur að stilla fókus hratt og nákvæmlega með sérlega stórum stillihring á Ranger Xtreme-vörulínunni, meira að segja með þykka hanska og í köldu veðri. Stillihringurinn fellur fullkomlega inn í nýstárlega hönnun Ranger Xtreme-sjónaukanna og sameinar því notagildi og nýstárleika.

Einstaklega sterkbyggðir
Sjónaukinn er með endingargóðum Makrolon-hlífum úr pólýkarbónati, vatnsheldur allt niður að 3ja metra dýpi og köfnunarefnis-þrýstingsfylling tryggir móðulausan sjónauka við hitastig allt frá -20 °C að +80 °C. Stöm endingargóð NBR-gúmmívörn verndar gegn olíu, sýru eða slæmu veðri. Framúrskarandi við erfið skilyrði eins og margar gerðir Ranger-sjónaukanna sanna.

Þægileg hönnun
Þægileg hönnun með gúmmíklæðningu á stillitökkum gera alla notkun þægilega og hljóðláta. Hentugar, þjálar augnhlífar úr mjúku endingargóðu sílikoni sem ertir ekki húð, vernda gegn hliðarljósi og vindi. Auðvelt er fyrir notendur með gleraugu að bretta hlífarnar niður. Dældir fyrir þumla gefa traust grip, jafnvel þótt notandinn sé með hanska.

Steiner ClicLoc-burðarólar
Með ClicLoc-burðarólum er hægðarleikur að losa og festa hálsólina með snöggu gripi á þrýstiklemmur og sjónaukinn hangir beinn og tilbúinn til notkunar.

Frábærir aukahlutir
Hulstur, ClicLoc neoprene-burðarólar með þrýstiklemmum sem eru auðveldar í notkun, regnhlíf og linsulok.