STEINER Ranger 4-16x56 G2B MIL-DOT
STEINER Ranger 4-16x56 G2B MIL-DOT
STEINER Ranger 4-16x56 G2B MIL-DOT

STEINER Ranger 4-16x56 G2B MIL-DOT

Framleiðandi
Steiner
Venjulegt verð
187.900 kr
Vara væntanleg
Afsláttarverð
187.900 kr

Ranger-riffilsjónaukarnir eru stuttir en með víðu sjónsviði. Þeir eru með háskerpusjóngleri og meira en 90% ljósflutningur gerir þá einstaklega góða í litlu ljósi. Þeir eru léttir, höggþéttir og fallega hannaðir og frammistaðan er ávallt frábær því engu máli skiptir hvaða skotvopn þeir eru festir á eða á hvað er miðað. Sjónaukinn er með fjórfaldri stækkun og veiðimenn um allan heim velja þennan riffilsjónauka til að festa á uppáhaldsriffilinn sinn.

Ranger 4-16x56-riffilsjónaukinn er sérhannaður fyrir nákvæm langskot; einnig í slæmu ljósi. Tilvalinn fyrir erfiðar aðstæður og stækkar upp smæstu smáatriði. Parallax-stilling frá 50 m.

Vítt sjónsvið. Mikil birta. Góð lögun.
Samþjöppuð fjölhæfni sem hæfir nánast öllum rifflum og þar að auki sjóngæði til að velja bráð í hvaða umhverfi sem er.

Þessi vara er með 10 ára ábyrgð*
*2ja ára ábyrgð á rafrænum hlutum.

Steiner-háskerpusjóngler
Steiner-háskerpusjóngler gefur bjarta og skæra sýn, skýra mynd, skerpan er jöfn á allri linsunni og öll smáatriði sjást í einstaklega góðri upplausn.

XL-sjónsvið
Sjónsviðið er mjög vítt og riffilsjónaukinn er með 9 cm fjarlægð frá auga til að ná sem bestri yfirsýn og tryggja öryggi við allar aðstæður.

Upplýstur kross 
Upplýstur kross tryggir öruggt mið. Með litlum tökkum sem auðvelt er snúa er hægt að velja á milli 6 næturstillinga og 5 dagstillinga og OFF-stillingu á milli hvers skrefs fyrir sig. Rafhlöðuhólfið er innbyggt í takkann.

Traustir íhlutir
Traustir íhlutir tryggja nákvæma endurstillingu (e. tracking repeatability) og jöfn klikk (e. clicks). Nákvæm stilling til sjónleiðréttingar hjá gleraugnanotendum er til staðar (e. diopter setting) og stamur snúningshringur úr gúmmíi gerir það auðvelt að finna réttan fókus.

Einstaklega sterkbyggðir
Riffilsjónaukarnir eru einstaklega sterkbyggðir úr endingargóðu efni og og nákvæm, traust samsetning gefur þeim sérlega mikinn stöðugleika. Sjónaukarnir eru vatnsheldir allt niður að tveggja metra dýpi; jafnvel án hlífðarhetta á stillitökkunum. Sérstök þéttitækni lætur hvorki ryk, óhreinindi né raka komast að. Móða eða rakamyndun inni í sjónaukanum er fullkomlega útilokuð með Steiner-köfnunarefnis-þrýstingsfyllingu. Jafnvel hitamismunur frá -25 °C að +65 °C hefur ekki teljandi áhrif á not og allir hreyfanlegir íhlutir virka.

Glæsileg hönnun, léttir og stuttir
Glæsilegir, léttir og rennilegir: Túba í einu stykki með möttu, rispufríu, hörðu, rafhúðuðu yfirborði með rennilegum miðhluta og þjálum stillingartökkum með góðri hringlögun. Litlir stillitakkar fyrir hliðarfærslu og hæðarstillingu.

Fylgihlutir
Meðfylgjandi eru gegnsæjar linsuhlífar.