Steiner Observer
Steiner Observer

STEINER Observer 10x42

Framleiðandi
Steiner
Venjulegt verð
54.900 kr
Afsláttarverð
54.900 kr

Nýja Observer-vörulínan er hönnuð fyrir fjölbreytta notkun við allar aðstæður. Létt hönnun gerir langtímanotkun þægilega, sjónaukinn sýnir bjartra mynd, skarpa upplausn og breitt sjónsvið. Varla nokkur annar sjónauki nær slíkum aðdrætti með jafn skýrum og skörpum smáatriðum á sama verði.

Tíföld stækkun og björt mynd er fullkomin fyrir athuganir úr mikilli fjarlægð sem og lítilli án þess að sjónaukinn sé byrði á notandanum.

Fullkominn alhliða fylgihlutur
Fyrir alla sem vilja sjónauka fyrir fjölbreytta notkun.

10 ára ábyrgð.

Steiner-háskerpusjóngler
Steiner-háskerpusjóngler gefur bjarta og skæra sýn, nákvæma liti, skýra mynd með skörpum útlínum fyrir frábæra sýn allt niður í 2 m.

Steiner Fast-Close-Focus
Með því að snúa miðlægum, viðnámslausum stillihring fyrir fókus næst hratt skýr sýn, allt frá mikilli nálægð og svo langt sem augað eygir; mjög auðvelt í notkun.

Einstaklega sterkbyggðir
Sjónaukinn er með endingargóðum Makrolon-hlífum úr pólýkarbónati, þolir hitastig allt frá -15 °C að +55 °C. Stöm endingargóð NBR-gúmmívörn verndar gegn olíu, sýru eða slæmu veðri.

Þægileg hönnun
Þægileg hönnun með gúmmíklæðningu á stillitökkum gera alla notkun þægilega og hljóðláta.

Sívalir snúningsaugnbikarar
Sívalir snúningsaugnbikarar úr mjúku, endingargóðu sílikoni sem ertir ekki húð.

Létt roof-prism-hönnun
Létt roof-prism-hönnun gerir sjónaukann fyrirferðarlítinn og þægilegan í notkun.