STEINER LRF1700
STEINER LRF1700

STEINER LRF1700

Framleiðandi
Steiner
Venjulegt verð
364.900 kr
Afsláttarverð
364.900 kr

SÉRPÖNTUN

AFGREIÐIST Á 7-10 VIRKUM DÖGUM.

LRF 1700 – Horfðu án þess að þurfa sífellt að stilla fókusinn

Fyrirferðarminnsti og léttasti sjónaukinn með nákvæmri fjarlægðarmælingu allt að 1700 metra, stöðug fjarlægðarskönnun mælir fjarlægð til skotmarks á hreyfingu og hinn alþekkti Steiner-áreiðanleiki og styrkleiki er fyrir hendi.

Sjónauki með öllum venjulegum búnaði og að auki háskerpumynd með mikilli upplausn. Fjarlægðarmælir býður upp á nýja möguleika án þess að þörf sé á viðbótarútbúnaði.

Steiner-sjónauki með hárri upplausn
Há upplausn Steiner-sjónaukanna tryggir skýra og hnífskarpa mynd með hármarksupplausn alveg að ystu brún. Sérstök hlífðarfilma veitir fyrsta flokks ljósflutning og nánast alveg er komið í veg fyrir ljósslikju. Útlínur eru ávallt skarpar og greinilegar.

Framúrskarandi sýn með Sports-Auto-Focus-System
Með þessari tækni er hægt að stilla sjónglerin einu sinni að sjón veiðimannsins og stillingin helst síðan hnífskörp allt frá 20 metrum og svo langt sem augað eygir. Ekki þarf lengur að stilla fókusinn í sífellu til að fylgja eftir skotmörkum á hreyfingu. Björt þrívíddarmynd.

Alþekktur styrkleiki
Sjónaukinn er með endingargóðum Makrolon-hlífum úr pólýkarbónati sem standast högg upp á 11G, fljótandi prismakerfi sem notast við sveigjanlegt sílikon til að koma í veg fyrir skemmdir vegna mikils hristings, högga og harkalegar meðferðar. Sjónaukinn er vatnsheldur allt niður að 5 metra dýpi og köfnunarefnis-þrýstingsfylling tryggir móðulausan sjónauka við hitastig allt frá -40 °C að +80 °C. Hlífðarfilma á linsum, Steiner Nano-Protection, hrindir frá sér vatni og auðvelt er að þurrka af óhreinindi, ryk og snjó.

Nytsamlegar Ergoflex augnhlífar
Augnhlífarnar eru úr ofnæmisfríu og endingargóðu sílikoni sem leggst mjúklega að augunum og einnig er hægt að stilla þær á þrjá vegu með því einfaldlega að bretta þær upp og hafa þær eins og blöðkur, sveigja þær í klassískan hring eða bretta hlífarnar niður fyrir notendur með gleraugu.

Hljóðlát og þægileg í notkun
Sjónaukinn er hannaður fyrir hljóðláta og snögga notkun. Þar sem NBR-gúmmíklæðning er á öllum snertiflötum og stillitökkum er hann einstaklega hljóðlátur. Sérlega gott grip tryggir örugga notkun, jafnvel með hanska.

Frábærir aukahlutir
Hulstur, ClicLoc neoprene-burðarólar með þrýstiklemmum sem eru auðveldar í notkun, regnhlíf og linsulok.