SENA Tufftalk
SENA Tufftalk
SENA Tufftalk

SENA Tufftalk

Framleiðandi
Sena
Venjulegt verð
69.900 kr
Afsláttarverð
69.900 kr

Besta vinnutækið 
Öruggt og árangursríkt talkerfi

Auktu framleiðni og afköst
Snögg innanhússsamskipti gera hnökralaus samtöl möguleg og greiða fyrir nákvæmu og stöðugu vinnuflæði

Hægt er að tala saman í gegnum fjögur heyrnartól í einu með Bluetooth-talkerfi í allt að 1,4 km fjarlægð (ef valið er að nota langdrægt loftnet, venjulegt loftnet dregur 800 m), tala frjálslega og án truflana. Tufftalk-búnaðurinn er með Bluetooth 4.1-tækni sem gerir notendum kleift að eiga samskipti með fullkomnum hljóðgæðum. Hágæða hátalarar skila tæru og skýru hljóði við allar aðstæður, þökk sé nútímalegum Noise ControlTM búnaði frá Sena, sem tryggir að umhverfishávaði truflar ekki samræður sem eru í gangi. Til að virkja eins marga samskiptamöguleika og hægt er þá gera Bluetooth-heyrnartólin það kleift að tengjast í gegnum tvíátta talstöðvar (t.d. VHF, UHF, CB) sem og alhliða heyrnartól með talstöð.

Veitir góða vörn án þess að skerða athygli
Tufftalk-búnaðurinn hlífir gegn skaðlegum hávaða en umhverfisstillingin gerir notandanum það jafnframt mögulegt að vera meðvitaður um umhverfið

Tufftalk Bluetooth-heyrnartólin deyfa há, truflandi hljóð til ná fram sem mestum þægindum; einnig veita þau nauðsynlega vörn gegn varanlegri heyrnarskerðingu sem gerir þau að fullkomnum heyrnartækum á háværum vinnustöðum. Hægt er að magna upp mikilvæg ytri hljóð með því að nota umhverfisstillinguna til að ná fram aukinni umhverfismeðvitund og heyra óvænt hljóð eða hjálparköll en um leið nýtur notandinn verndar með 24 db hljóðdeyfingu. Ef þörf er á frekari vörnum er einnig hægt að fá Tufftalk-heyrnartólin áföst við öryggishjálma fyrir meira krefjandi vinnuaðstæður.

Mikið öryggi og auðveld notkun minnkar fyrirhöfn og truflun
Með þjálum snúningstakka og endingargóðri rafhlöðu getur notandinn einbeitt sér að verkefnum með fullri athygli

Hægt er að nota Tufftalk-iðnaðarheyrnartólin í allt að 15 klst sé endurhlaðanleg litíum-rafhlaða, sem fylgir með, notuð, eða í allt að 12 klst ef notaðar eru þrjár AAA-rafhlöður. Nýstárlegur og hugvitsamlegur snúningstakki gerir Tufftalk-búnaðinn auðveldan í notkun, jafnvel með hanska. Þar sem hann er einnig með raddstýringu fyrir síma og talkerfi er leikur einn að svara símtölum eða hafa samskipti í gegnum innanhússkerfið.

Ný tækni merkir sterka tengimöguleika
Bluetooth 4.1 tryggir að notandinn er örugglega tengdur við símann og önnur Bluetooth-tæki

Með því að nota Bluetooth 4.1 er hægt að para Tufftalk-búnaðinn við uppáhaldssnjallsímann eða Bluetooth-tónlistartækið, t.d. MP3-spilara; til að tala í símann eða hlusta á tónlist úr hágæða hátölurum. Einnig er hægt að nota Sena-snjallsímaappið þegar það er parað við símann og þar með er auðvelt að festa allar stillingar, setja upp hraðval eða vista tíðni FM-útvarpsstöðva til að hlusta á í innbyggðu FM-útvarpi.