Javelin Spartan 300

Spartan 300

Framleiðandi
Spartan
Venjulegt verð
64.900 kr
Afsláttarverð
51.920 kr

Spartan 300-gerðin er byggð á reynslu okkar og þekkingu af að hanna Javelin-tvífótinn. Hann svarar þörfum notenda sem vilja sérlega léttan tvífót sem hægt er að festa á riffil á örskammri stundu, rétta úr og læsa.

Tvífóturinn er með segulfestingum sem Spartan hefur einkaleyfi á, meginhlutinn er úr hágæða, léttu, 7000-álblendi, fætur úr kolefnistrefjum og festingar úr ryðfríu stáli. Hann var hannaður með hjálp frá þaulreyndum veiðimönnum og bandarískum sérsveitarmönnum.

  • Léttur (160 grömm)

  • Fætur sem ná frá 15 cm upp í 23 cm

  • Snúningur og sniðhalli sem gera það að verkum að riffillinn er stöðugur og jafn á vettvangi

  • Fætur með volframklæðningu neðst og huldar lausum gúmmíhosum til að nota á grjóti og ís

  • Segulfesting, sem Spartan hefur einkaleyfi á, gerir það að verkum að einstaklega auðvelt er að festa og fjarlægja tvífótinn af rifflinum

  • Tvífóturinn leggst bæði aftur eða fram með byssuskeftinu og læsist í stöðu

  • Hægt að taka af og festa á aðra riffla á stuttum tíma

Kemur með Universal-festingu. (Einnig fáanlegur með Picatinny eða Gunsmith-festingu.)

(Viðskiptavinir sem kjósa Picatinny-festingu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við okkur.)